Með sunnudagskaffinu. Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Með sunnudagskaffinu.

Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

sl_nordurland_v-01.jpg

Núna er komið haust og þá heldur fyrirlestraröð byggðasafnsins áfram. Að þessu sinni mun Sigurjón Baldur Hafsteinsson koma til okkar. Í fyrirlestrinum mun Sigurjón ræða um þá spurningu hvaða erindi hugmyndir um anarkisma eigi við gamalgróna hefð Íslendinga í að byggja og varðveita torfhús. Hann mun fjalla um hvað felst í hugmyndum um anarkisma og gera að því skóna að anarkismi eigi vel við þegar lýsa á hefðum Íslendinga í byggingu og varðveislu torfhúsa.

 

Sigurjón Baldur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Hann er doktor í mannfræði og hefur gefið út fjölda bóka og greina.

Fyrirlesturinn verður haldinn sunnudaginn 16. október næstkomandi á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna kl. 14:00.

Allir eru velkomnir, aðgangur að safninu verður ókeypis og verða kaffiveitingar á staðnum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

 

Ath. Verið er að gera upp salernisaðstöðu og anddyri safnsins.

Þessi færsla var birt undir 2016, Fyrirlestur. Bókamerkja beinan tengil.