Matarmenning áður fyrr

Nú síðastliðnn vetur hafa starfsmenn safnsins staðið í ströngu við að setja upp nýja og endurbætta sýningu um matarmenningu landsmanna á árum áður. Safnið varðveitir hina ýmsu gripi sem tengjast matarmenningu og fá þeir að njóta sín vel á sýningunni. Þar má meðal annars nefna aska, strokka, mjólkurfötur og smjöröskjur. Hér koma tvær myndir af sýningunni… en sjón er sögu ríkari.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Matarmenning áður fyrr

Safnakennsla

Safnakennsla í Ófeigsskála
Safnakennsla

Skólabúðirnar á Reykjum draga til sín, á hverju skólaári, á fjórða þúsund nemendur úr 7. bekkjum víðsvegar af landinu. Liður í vikudvöl krakkanna er heimsókn í Byggasafnið þar sem börnin koma hópaskift í safnakennslu þrjá daga vikunnar allt skólaárið.

Á safninu taka Benjamín safnvörður og Ágúst safnkennari á móti ungmennunum og leiða um leyndardóma safnsins þar sem þau kynnast löngu horfnum lifnaðarháttum til lands og sjávar amk hvað þeirra kynslóð varðar. Munir, notagildi, orðfæri, leikir, mannlíf. Allt fær þetta nýja meiningu þegar útskýringar og athæfi fylgjast að t.d. þegar þau þau stökkva yfir sauðalegg í Vermannaleikjunum. En mestan áhugann fær venjulega hákarlaskipið Ófeigur og þær umræður sem spinnast um hákarla og hákarlaveiðar eru oft fjörugar. Hér má sjá Ágúst í miðri kennslustund um hákarlaveiðar, aðferðir og tilgang.

Teaching at the Museum

The school camps in Reykir attract, every school year, more than three thousand 7th grade students from all over the country. Part of the kids’ week stay is a visit to the Museum.
At the museum, Benjamín, curator and Ágúst, museum teacher, receive the young people and guide them through the museum’s secrets, where they get to know the long-gone way of life on land and sea, at least for their generation. Objects, usability, vocabulary, games, human life. All this takes on a new meaning when explanations and actions follow e.g. when they jump over sheep’s leggs in the Vermanna Games. But the shark ship Ófeigur usually gets the most interest and the discussions that revolve around sharks and shark fishing are often lively. Here you can see Ágúst in the middle of a lesson on shark fishing, methods and purpose.

Birt í 2021 | Slökkt á athugasemdum við Safnakennsla

Skráning í Sarp

Þessa dagana er verið að vinna að skráningu muna safnsins inn á vefinn Sarpur.is en styrkur fékkst úr Safnasjóði til þessa verkefnis. Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn 53 safna á Íslandi og má þar finna mikið magn mynda og fróðleiks. Endilega kíkjið á Sarpur.is og fylgist með munum sem eru að bætast við á vefinn.

Slóðin á skráningarvef byggðasafnsins er: https://sarpur.is/UmSafn.aspx?SafnID=17

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Skráning í Sarp

jól 2020
Gleðileg Jól Merry Christmas

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

#reykjasafn #museum #hunathingvestra #austurhunavatnssysla #strandir #history #iceland #northwest #nordvesturland #menning #safn #visithunathing #northiceland #christmas #2020 #2021 #new-year #newyear #happy #healthy #jól #nýtt-ár #nýttár #hress #glöð

Birt í 2020 | Slökkt á athugasemdum við

Framkvæmdir

Núna er aldeilis gaman hjá okkur á safninu. Hér er allt á fullu og safnið fullt af smiðum sem vinna baki brotnu við að setja upp nýja glugga. Ekki veitir af, gömlu gluggarnir voru orðnir svolítið slappir eftir að hafa staðið vaktina síðan 1967. Við erum því hæstánægð með að loksins séu komnir traustir gluggar á safnið okkar sem vonandi geta staðið af sér norðanáttina í vetur.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Framkvæmdir