Sýningaropnun á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna
Eins og þið hafið mörg tekið eftir hafa nemendur úr 5. og 6. bekk í Grunnskóla Húnaþings vestra unnið hörðum höndum við að mála myndlistaverk á suðurvegg Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Mikil hönnunarvinna og sögukennsla liggur að baki listaverkanna og voru þjóðsögur og örnefni úr héraði innblástur nemenda. Allir nemendurnir hafa staðið sig frábærlega frá upphafi undir stjórn Guðrúnar Óskar Steinbjörnsdóttur, kennara þeirra.
Okkur langar þess vegna að bjóða ykkur á sýningaropnun á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna kl. 15:00 sunnudaginn 12. júní næstkomandi.
Ókeypis verður á sýningar safnsins og kaffiveitingar í boði.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Villa Valla ehf.
Ath. verið er að gera upp anddyri og salernisaðstöðu safnsins.