Við á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna settum í samstarfi við Baskavinafélagið upp sýningu nú í sumar í anddyri safnsins á Reykjum um Spánarvígin. Á næstunni verður safnið opið á virkum dögum kl. 9-17 fyrir áhugasama um sýningu þessa.
Núna í vikunni nánar tiltekið 21.september voru rétt 400 ár frá því skip baskneskra hvalveiðimanna braut á hafís á Ströndum, en sá atburður leiddi óbeint til Spánverjavíganna svokölluðu um þremur vikum síðar. Í vikunni var sett upp sýning Baskavinafélagsins um Spánverjavígin í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík.