Gjöf frá Húnvetningafélagi Reykjavíkur

Nú dögunum barst Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna einstök og góð gjöf frá Húnvetningafélagi Reykjavíkur.

Húnvetningafélagið ætlar að beita sér fyrir úrbótum á bruna- og öryggismálum safnsins og hefur ákveðið að verja allt að 10 milljónum í verkefnið. Við sem stöndum að safninu erum einstaklega þakklát fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Á safninu er varðveitt einstök saga allra héraðanna við Húnaflóa. Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur sérstaka tenginu við safnið, en það kom að stofnun þess á sjötta áratug síðustu aldar og átti raunar hugmyndina að stofnun þess. Hugmyndinni var varpað fram á aðalfundi félagsins árið 1955 og ákveðið var að hefja söfnun safngripa. En með stofnun safnsins vildu félagsmenn leggja sitt að mörkum við að sameina íbúa héraðsins og reyna að skapa vitund um sameiginlega sögu og uppruna. Búnaðarráðunauturinn Ragnar Ásgeirsson var fenginn fyrir hönd félagsins til að fara um Húnavatnssýslurnar tvær og safna gripum fyrir hið tilvonandi safn. Í þessum söfnunarferðum safnaðist mikið magn gripa sem komið var fyrir í geymslu vítt og breytt um héraðið.

Húnvetningafélagið í Reykjavík lagði því grunninn að safninu, að efnisleg menning Húnvetninga yrði varðveitt á öruggum stað. Nú kemur félagið aftur að starfsemi safnsins með ómetanlegum hætti. En með umbótum á bruna- og öryggiskerfi safnsins verður enn betur staðið að öryggi safngripa safnsins.

Við þökkum Húnvetningafélaginu í Reykjavík fyrir einstaka gjöf.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Gjöf frá Húnvetningafélagi Reykjavíkur

Eldur í Húnaþingi – verið öll hjartanlega velkomin til okkar á safnið. Hlökkum til að sjá ykkur!

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Eldur í Húnaþingi – verið öll hjartanlega velkomin til okkar á safnið. Hlökkum til að sjá ykkur!

17. júní

Í dag, 17. júní, ætlum við að fagna.

Þetta er dagur barnanna og við ætlum að bjóða upp á barnaleiðsögn um hákarlaveiðarnar. Hvaða krakki er ekki spenntur að læra meira um þessar leyndardómsfullu skepnur ☺️ Leiðsögnin byrjar klukkan 16:00 en safnið er opið frá 9-17 og aðgangur er ókeypis.

Sjáumst og höfum gaman saman

Birt í 2024, Viðburður | Slökkt á athugasemdum við 17. júní

Rekaviður

Hefur þú áhuga á vinnslu rekaviðar að fornum hætti? Rekaviður sem berst hingað til lands kemur alla leið frá Síberíu. Áður var rekaviðurinn mikil hlunnindi. Hann var notaður við nánast alla trévinnu hérlendis því skógar voru engir.

Föstudaginn næstkomandi, þann 22. september kl 16:30, munum við á byggðasafninu halda sýningu á vinnslu rekaviðar og kenna ykkur tökin. Verið hjartanlega velkomin. Það verður heitt á könnunni og frítt inn á sýningar safnsins!

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Rekaviður

Velkomin á Byggðasafnið

frítt á safn
Frítt á safnið 28-30 júlí 2023
Birt í Óflokkað | Merkt , | Slökkt á athugasemdum við Velkomin á Byggðasafnið