Þessa dagana er verið að vinna að skráningu muna safnsins inn á vefinn Sarpur.is en styrkur fékkst úr Safnasjóði til þessa verkefnis. Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn 53 safna á Íslandi og má þar finna mikið magn mynda og fróðleiks. Endilega kíkjið á Sarpur.is og fylgist með munum sem eru að bætast við á vefinn.
Slóðin á skráningarvef byggðasafnsins er: https://sarpur.is/UmSafn.aspx?SafnID=17