Framkvæmdir

Núna er aldeilis gaman hjá okkur á safninu. Hér er allt á fullu og safnið fullt af smiðum sem vinna baki brotnu við að setja upp nýja glugga. Ekki veitir af, gömlu gluggarnir voru orðnir svolítið slappir eftir að hafa staðið vaktina síðan 1967. Við erum því hæstánægð með að loksins séu komnir traustir gluggar á safnið okkar sem vonandi geta staðið af sér norðanáttina í vetur.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.