Stund klámsins


Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og fyrirlesari.


Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna með sunnudagskaffinu heldur áfram. Að þessu sinni mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn stund klámsins.

Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017. Í fyrirlestrinum mun Kristín Svava fjalla um klámsögu og ritun hennar, ræða ýmis vandkvæði sem geta komið upp við þessa sagnaritun og gera grein fyrir helstu kenningum um sögu kláms, með völdum dæmum úr íslenskri klámsögu frá miðöldum til okkar daga.

Kristín Svava Tómasdóttir útskrifaðist með MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún er sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavík en starfar einnig á Landnámssýningunni í Aðalstræti.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Menningarfélag Húnaþings vestra, 30. október næstkomandi kl. 14:00 í nýju húsnæði félagsins, Eyrarlandi 1 (sunnanvert húsið, efri hæð).

Að loknum fyrirlestri mun menningarfélagið halda kynningu á starfsemi félagsins og sýna húsnæðið.

Vonumst til að sjá sem flesta!
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og Menningarfélag Húnaþings vestra

Þessi færsla var birt undir 2016, Fyrirlestur. Bókamerkja beinan tengil.