Hollvinasamtök Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna

Nýstofnuð Hollvinasamtök Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.

Það er við hæfi á þessum dásamlega haustdegi að tilkynna ykkur að Hollvinasamtök byggðasafnsins voru formlega stöfnuð þriðjudaginn 29.september 2015.

Hér á myndinni má líta fyrstu stjórnina, gott fólk með hagsmuni byggðasafnsins að leiðarljósi.

Frá vinstri til hægri á myndinni eru: Kristín Ólafsdóttir gjaldkeri, Benjamín Kristinsson meðstjórnandi, Þorsteinn Sigurjónsson meðstjórnandi, Vilhelm Vilhelmsson ritari og Ragnar Bragi Ægisson formaður.
Félögum sem vilja ganga til liðs við samtökin er bent á að hafa samband við stjórn Hollvinasamtakanna í síma 844-9238 eða með tölvupósti á ragnarbragi@gmail.com

Þessi færsla var birt undir 2015. Bókamerkja beinan tengil.