Miðvikudaginn 1. nóvember næstkomandi kl. 20:00 til 22:00 ætlum við á byggðasafninu að bjóða upp á kvöldkaffi og opna sýninguna „Sakamál í Húnaþingi.“
Tekin verða fyrir þrjú fræg sakamál frá 19. öld og sýndir verða gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni.
Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar, en þær eru sagðar hafa fundist með beinum hennar þegar þau voru færð í vígða mold.
Kvöldkaffið og sýningin eru styrkt af Ferðamálafélagi Húnaþings Vestra.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.