Allar tilkynningar um sýningar, viðburði, fyrirlestra og fleira slíkt birtast í Færslur og Viðburðir hér að ofan.

Um safnið

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna var formlega vígt og opnað til sýningar þann 9. júlí 1967. Það voru einstaklingar innan áttahagafélaga Húnvetninga og Strandamanna í Reykjavík og áhugasamir heimamenn sem unnu að stofnun þess á sjötta og sjöunda áratugnum.

Staðarvalið var engin tilviljun, enda hafði þá verið reistur á vegum Þjóðminjasafnsins skáli yfir hákarlaskipið Ófeig á Reykjatanga. Ófeigsskáli reis árið 1961 og í kjölfarið náðist samstaða um að Stranda- og Húnavatnssýslurnar tvær stofnuðu sameiginlega eitt byggðasafn yfir muni sína og minjar sem reist yrði við hlið Ófeigsskála.

Þegar safnið opnaði árið 1967 var það eitt best búna safn landsins. Nokkuð var lagt upp úr nýjungum en á safninu var endurbyggð stofa frá Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu og baðstofa frá Syðstahvammi á Vatnsnesi. Þetta var í eitt fyrsta sinn hérlendis sem heilu byggingahlutarnir voru reistir innandyra.