Stofnun Hollvinasamtaka um Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Þriðjudaginn 29. September 2015 kl. 20 er boðað til kynningarfundar um stofnun Hollvinasamtaka um Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. Fundurinn er boðaður í samstarfi safnsins og Ragnars Braga Ægissonar sem býður sig fram til forystu í félaginu.
Fundarstaður er Bókasafnið Höfðabraut 6 Hvammstanga.

Stutt kynning verður á vegum safnsins á því hvernig hollvinafélög starfa á söfnum og hvaða verkefni þau taka að sér og síðan mun Ragnar taka við og skrá hjá sér áhugasama einstaklinga er vilja ganga til liðs við Hollvinasamtökin. Allir eru velkomnir er telja sig geta lagt safninu lið með sjálboðaliðavinnu af ýmsum toga.

Þessi færsla var birt undir 2015, Viðburður. Bókamerkja beinan tengil.