Söguleg safnahelgi á Norðurlandi Vestra

Söguleg safnahelgi á Norðurlands Vestra

Á morgun 11.október 2014 verðum við á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði með leiðsögn fyrir börn kl. 14. Við tölum um gamla tímann, skoðum munina og förum í leiki. Á eftir verður öllum boðið upp á kanilsnúða. Þessi dagskrá á safninu er í tilefni af Sögulegri safnahelgi sem er á Norðurlandi vestra nú um helgina og taka fimmtán söfn og sýningar þátt í helginni í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Velkomin öll með börnin ykkar eða barnið í sjálfum ykkur!Byggðasafnið verður opið á morgun frá kl. 13-17.
Þessi færsla var birt undir 2014, Viðburður. Bókamerkja beinan tengil.